Ljósmæður fengu flottar gjafir – “Hlýhugur sem snertir okkur djúpt”

Ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fengu heldur óvæntar og fallegar gjafir á dögunum þegar foreldrar barna sem fæddust á stofnuninni á síðasta ári komu við á ljósmæðravaktinni og færðu ljósmæðrum góðar gjafir.
Ljósmæðravaktinni voru færðar ljósmyndir af börnum sem þær tóku á móti á síðasta ári auk ljúffengra veitinga og peningagjafar til kaupa á búnaði. Í færslu á Facebook þakka ljósmæður hlýhuginn sem þær segja að hafi snert þær djúpt.