Nýjast á Local Suðurnes

Frábær stemning á lokaleik Njarðvíkurstúlkna í Dominos-deildinni – Myndbönd!

Njarðvíkurstúlkur töpuðu lokaleik sínum í Dominos-deildinni í kvöld þegar þær tóku á móti Haukum í Ljónagryfjunni, 57-83. Njarðvíkingar komu mjög á óvart í deildinni og enduðu í sjötta sæti, en ungu liði Njarðvíkinga var spáð falli í upphafi móts.

Ungar og upprennandi körfuknattleiksstjörnur úr Njarðvík hylltu sitt lið í Ljónagryfjunni í kvöld, en vel á annað hundrað ungir iðkendur mættu grænklæddir á leikinn og létu vel í sér heyra, eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum.