Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík og Njarðvík mætast í 16 liða úrslitum

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Keflavík og Njarðvík munu eigast við í grannaslag í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu, en dregið var í keppninni í dag.

Bæði lið leika í Inkasso-deildinni í ár og er spáð mismunandi gengi af þjálfurum og fyrirliðum þeirra liða sem leika í deildinni þar sem Keflavík er spáð þriðja sæti á meðan Njarðvík er spáð 10. sæti.

Leikið verður dagana 29. og 30. maí. Ekki er búið að raða leikjunum á leikdaga.