Nýjast á Local Suðurnes

“Leiðinlegustu jól til ykkar…” – Snjómokstur í Reykjanesbæ fær lof og last frá íbúum

Það er óhætt að segja að jólaandinn hafi ekki svifið yfir vötnum í samskiptum óánægðs íbúa Reykjanesbæjar við umhverfissvið sveitarfélagsins vegna snjómokstursmála á dögunum. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson framkvæmdastjóri sviðsins birti á dögunum kalda kveðju frá íbúanum óánægða í Facebook-hópnum “Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri.”

Stöðuuppfærslan sem Guðlaugur birti í Facebook-hópnum var á þessa leið:

Leiðinlegustu jól til ykkar og ykkar gjörspilltar fjölskyldur.

Bestu Kveðjur …..

Svona endaði langur póstur frá óánægðum íbúa með þjónustu sveitarfélagsins vegna snjómoksturs.. Það eru ekki alltaf jólin í þessu..

Aðspurður sagði Guðlaugur Helgi starfsmenn þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar leggja mikið á sig við að halda götum og göngustígum hreinum af snjó yfir vetrartímann.

“Við auðvitað fylgjumst vel með veðurspám dag hvern auk þess sem við förum út kl.04 á nóttinni til að kanna aðstæður. Svo erum við með áætlun og forgangsröðun á hvað við mokum/hreinsum fyrst og þá er það strætó og stofnanir sem eru í forgangi.” Sagði Guðlaugur Helgi.

Engin níska – 35 milljónir á ári í snjómokstur

Kostnaðurinn við snjómokstur og hálkueyðingu hefur verið í kringum 35 milljónir króna á ári í sveitarfélaginu og gera áætlanir ársins ráð fyrir svipuðum tölum og undanfarin ár.

“Höfum haldið okkur undir 35 milljónum undanfarin ár með án þess að vera eitthvað að nískast, en sýnum skynsemi og erum ekki að kalla út flotann að óþörfu. Erum sjálfir með einn vörubíl (ætlum að bæta öðrum minni við) annars er þetta í höndum verktaka.” Sagði Guðlaugur Helgi.

snjomokstur

Barnafólk hefur átt í vandræðum með að komast leiðar sinnar það sem af er vetri

Auglýsing: Áttu í vandræðum með að komast áfram í snjónum?

Barnafólk í vandræðum

Reykjnesbær hefur bæði fengið lof og last á samfélagsmiðlunum vegna snjómoksturs það sem af er vetri, þó hefur farið meira fyrir lasti eins og gengur og gerist þegar umræður á samfélagsmiðlum eru annars vegar. Barnafólk hefur helst kvartað undan því að þurfa að ganga á götum bæjarins þar sem ekki hefur verið hreinsaður snjór af göngustígum og þá hefur verið töluvert kvartað undan því að hálkueyðing sé af skornum skammti.

kvartad1

kvartad2

kvartad3

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar hefur verið duglegur við að svara allkyns fyrirspurnum á samfélagsmiðlunum