Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar á toppnum í jólafríinu eftir sigur á Stjörnunni

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Keflvíkingar halda toppsæti Domino´s-deildarinnar í körfuknattleik yfir hátiðirnar eftir tveggja stiga sigur á sterku liði Stjörnunnar í TM-Höllinni í kvöld. Leikurinn æsispenn­andi og skemmti­leg­ur eins og lokatölurnar, 87-85 gefa til kynna.

Í hálfleik var staðan 42:39 fyrir Keflvíkinga sem þó höfðu ekki náð að sýna sitt rétta andlit í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta virtist allt ganga upp hjá Keflvíkingum og ótrúlegustu skot rötuðu ofan í körfuna, á meðan lítið gekk upp hjá Stjörnumönnum, staðan eftir þriðja leikhluta 68-59 heimamönnum í vil.

Sterk vörn Stjörnunnar kom þeim inn í leikinn á ný í fjórða leikhluta auk þess sem Just­in Shou­se vaknaði til lífs­ins. Loka­mín­út­urn­ar voru gríðarlega spenn­andi og var jafnt 84-84 þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum. Keflvíkingar voru sterkari á vítalínunni þessar síðustu sekúndur og höfðu sigur 87-85, Stjörnumenn fengu hinsvegar tækifæri til að jafna leikinn á síðustu sekúndunum en Colman klikkaði undir körfunni.

Earl Brown Jr. skoraði 19 stig, tók 18 fráköst og átta stoðsendingar, Guðmundur Jónsson og Valur Orri Valsson skoruðu 13 stig hvor fyrir Keflavík.