Nýjast á Local Suðurnes

Oddur yfirgefur Njarðvíkinga

Bakvörðurinn Oddur Rúnar Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals. Oddur hefur undanfarin tímabil leikið með Njarðvíkingum í Dominos-deildinni.

Oddur er annar leikmaðurinn sem heldur á Hlíðarenda úr Ljónagryfjunni í sumar en Ragnar Nathanealsson samdi við liðið fyrir nokkrum vikum.