Nýjast á Local Suðurnes

Öngþveiti og æsingur á Keflavíkurflugvelli vegna Parísarflugs

Farþegum sem voru að koma úr flugi WOW air frá Baltimore var meinaður aðgangur í morgunflug WOW air til Parísar, enginn íslendingur var meðal þessara farþega, en vélin sem var á leið til Parísar var hinsvegar stútfull af íslendingum og fóru sögusagnir af stað meðal farþega Baltimore-flugsins þess efnis að WOW air hefði selt sætin þeirra til Íslendinga sem væru á leiðinni til Parísar í þeim tilgangi að sjá Ísland spila á móti Frökkum á EM í kvöld.

Samkvæmt DV.is varð þetta til þess að kalla þurfti til öryggisverði þar sem nokkrir farþeganna voru mjög ósáttir við að komast ekki með vélinni sem ekki var farin í loftið, vegna seinkunnar.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir við DV að þessar sögusagnir séu af og frá og að flugfélagið hafi viljað koma Íslendingum á leikinn og því hafi verið sett í forgang að koma vélinn til Parísar í loftið sem fyrst.

„Ég hef fengið það 100 prósent staðfest að þessi sæti voru ekki seld. Kerfið býður ekki einu sinni upp á það.“ Sagði Svanhvít. „Parísarvélin var þegar orðin sein. Það var sett í algjöran forgang að koma vélinni út þar sem hún var stútfull af Íslendingum á leiðinni á leikinn og við vildum koma þeim á áfangastað í tíma.