Nýjast á Local Suðurnes

Clinch Jr. með stórleik fyrir Grindavík sem kom á óvart í fyrsta leik Dominos-deildarinnar

Það ætlaði allt um koll að keyra í Mustad-höll Grindvíkinga í gærkvöld, þegar Bandaríkjamaðurinn Earnest Lewis Clinch Jr. tryggði Grindvíkingum sigur á læsrisveinum Einars Árna Jóhannssonar í Þór Þorlákshöfn. Clinch skoraði sigurkörfuna í 73-71 sigri Grindvíkinga þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum.

Grindvíkingar, sem ekki er spáð góðu gengi í deildinni, sýndu mikinn karakter í leiknum í gær, sýndu fyrnasterkan varnarleik í lokin þar sem Þórsarar skoruðu ekki stig síðustu sex mínúturnar í leiknum.

Clinch Jr. var stigahæstur Grindvíkinga með rétt rúmlega helming stiga liðsins, eða 37. Ólafur Ólafsson kom næstur með 15 stig, en hann tók einnig 6 fráköst og stal sex boltum af andstæðingunum.