Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar á góðu róli í Danmörku – Á toppnum og fengið fæst mörk á sig

Mynd: Sandefjord football

Njarðvíkingurinn og landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Ingvar Jónsson og félagar hans í Viborg eru á toppnum í dönsku B-deildinni eftir 2-0 sigur á Thisted í 18. umferð deildarinnar.

Ingvar gekk í raðir Viborg í byrjun tímabils, en liðið hefur verið að spila frábærlega á tímabilinu. Liðið er á toppnum með 35 stig, sex stigum á undan Næstved sem vermir annað sætið.

Ingvar hefur verið að leika einstaklega vel síðan hann gekk í raðið liðsins, en liðið hefur fengið á sig fæst mörk það sem af er tímabilinu, eða 21. Staða liðsins er því nokkuð góð eftir 18 umferðir, en efsta liðið fer beint upp í úrvalsdeildina á meðan lið númer tvö og þrjú fara í umspil.