sudurnes.net
Ingvar á góðu róli í Danmörku - Á toppnum og fengið fæst mörk á sig - Local Sudurnes
Njarðvíkingurinn og landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Ingvar Jónsson og félagar hans í Viborg eru á toppnum í dönsku B-deildinni eftir 2-0 sigur á Thisted í 18. umferð deildarinnar. Ingvar gekk í raðir Viborg í byrjun tímabils, en liðið hefur verið að spila frábærlega á tímabilinu. Liðið er á toppnum með 35 stig, sex stigum á undan Næstved sem vermir annað sætið. Ingvar hefur verið að leika einstaklega vel síðan hann gekk í raðið liðsins, en liðið hefur fengið á sig fæst mörk það sem af er tímabilinu, eða 21. Staða liðsins er því nokkuð góð eftir 18 umferðir, en efsta liðið fer beint upp í úrvalsdeildina á meðan lið númer tvö og þrjú fara í umspil. Meira frá SuðurnesjumNjarðvík á toppinn eftir sigur í markaleik – Jafnt í GarðiStórsigur Keflavíkur gegn Gróttu – Sveindís Jane skoraði 6 mörkGóður árangur Keflavíkur á Stjörnustríðsmóti í blakiNjarðvíkursigur eftir framlengingu – Keflavík óstöðvandiKeflvíkingar fengu skell í KópavogiClinch Jr. með stórleik fyrir Grindavík sem kom á óvart í fyrsta leik Dominos-deildarinnarSigurður verður aðal – Eysteinn út og Haraldur innVíðir á toppi þriðju deildar eftir stórsigur – Reynir og Þróttur töpuðuVænleg staða hjá Þrótti eftir sigur á Vængjum JúpitersBaráttusigur hjá Njarðvíkingum gegn Haukum