Nýjast á Local Suðurnes

Árni Árna með föstudagspistla á Local Suðurnes

Árni Árnason er Suðurnesjamaður búsettur í Reykjavík. Hann ólst upp í Garðinum en færði sig um set og settist að í Reykjanesbæ í nokkur ár. Hann álpaðist í borgina og hefur þar þrætt göturnar með gleðina að vopni.

local

Árni Árnason

Árni hefur látið til sín taka í samfélagsmálunum og hefur sterkar skoðanir þegar kemur að stjórnmálum. Þá heldur hann úti facebooksíðu, hugarheimur Árna þar sem hann tekur fyrir hönnun, falleg heimili og listir. Árni er skemmtilegur penni sem kastar fram á facebooksíðu sinni föstudagspistlum þar sem hann fer lauslega yfir fréttir vikunnar með sínu nefi. Föstudagspistlar Árna verða nú einnig birtir á hér á Local Suðurnes.