Nýjast á Local Suðurnes

Frá Ritstjóra: Kærar þakkir!

Það er óhætt að segja að vefur Local Suðurnes, sudurnes.net hafi fengið góðar viðtökur, hann var settur í loftið þann 16. Júní síðastliðinn og hafa heimsóknir á vefinn aukist jafnt og þétt frá upphafi. Það er því nokkuð ljóst að markaður virðist vera fyrir þessa viðbót í flóru fjölmiðla á Suðurnesjum.

Markmiðið er að styrkja vefinn enn frekar með fleiri hressum, gagnrýnum, fróðum og síðast en ekki síst skemmtilegum pistlahöfundum sem munu verða kynntir til leiks á næstu misserum. Auk þess eru fleiri viðbætur og nýjungar í skoðun og munu verða kynntar síðar, þegar og ef af þeim verður.

Ég vil gjarna nota tækifærið og þakka fyrir þessar frábæru viðtökur, byrjunin hefur farið fram úr björtustu vonum og lofar góðu fyrir framhaldið.

Einföld ritstjórnarstefna

Fjölmiðlar eru mikilvæg uppspretta upplýsinga fyrir almenning en þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og það sama má segja um ritstjórnarstefnur þeirra. Ritstjórnarstefna Local Suðurnes er einföld, það er að upplýsa og fræða almenning á Suðurnesjum um það sem er að gerast hverju sinni í sveitafélögunum á svæðinu, í því felst að fjalla um það sem er skemmtilegt og jákvætt eins og umfjöllun okkar um árangur crossfit konunnar Söru Sigmundsdóttur á heimsleikunum í íþróttinni ber vott um.

En það þarf líka að fjalla um og gagnrýna það sem miður fer, eins og leiguverð á svæðinu sem er að hækka upp úr öllu valdi og hefur áhrif á mörg hundruð manns og árangur íþróttaliða svo dæmi séu tekin.

Skráðu þig á póstlistann og líkaðu við okkur á Facebook

Það hafa fjölmargir skráð sig á póstlista Local Suðurnes en það er einföld leið til að fá fréttir af svæðinu beint í æð í gegnum tölvupóst. Póstlistanum fylgja einnig ýmis tilboð á vörum eða þjónustu frá flottum fyrirtækjum héðan af svæðinu og utan þess.

Local Suðurnes er eins og flestir aðrir fjölmiðlar partur af Facebook samfélaginu og vil ég hvetja ykkur til að líka við síðuna, þar má finna fréttir af svæðinu í bland við skemmtilega leiki.

Að lokum vil ég þakka enn og aftur fyrir flottar viðtökur og benda á að ef menn þurfa að koma einhverju á framfæri er um að gera að hafa samband, það er hægt að finna allar upplýsingar um hvernig það er gert hér, það er líka hægt að hafa samband í gegnum skilaboð á Facebook síðunni Local Suðurnes.

Eyjólfur Vilhjálmsson

Ritstjóri