Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi skoraði mikilvægt mark

Rapid Vín, lið Njarðvíkingsins Arnórs Ingva Traustasonar, tryggði stöðu sína í sjötta sæti austurrísku deildarinnar með góðum sigri á Mattersburg, en fyrir leikin voru liðin jöfn að stigum.

Arnór Ingvi byrjaði á bekknum en kom inná sem varamaður á 66. mínútu leiksins þegar staðan var 1-1. Arnór kom Rapid síðan í 2-1 á 84. mínútu með góðu skoti.