Vangaveltur um framtíð Arnórs Ingva hjá Rapid Vín – “Ég mun virða minn samning”
Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason er mögulega á förum frá Rapid Vín, en hann gekk til liðs við Vínarliðið í fyrrasumar frá Norrköping. Frá þessu var greint í austurrískum fjölmiðlum.
Arnór Ingvi sagði í samtali við Akraborgina á Bylgjunni að hann ætti enn þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Vínarliðinu og samninginn myndi hann virða, yrði eftir því óskað. Viðtalið við Arnór má finna hér.
„Ég hef átt betri tímabil. Það hefur margt spilað inn í. Það voru fjórir þjálfarar og þetta hefur verið smá erfitt. Liðið átti ekki gott tímabil í heild og það hjálpaði mér ekki. Ég vona að næsta tímabil verði örlítið betra,” sagði Arnór við Fótbolta.net á dögunum.