Nýjast á Local Suðurnes

Andstæðingar stóriðju í Helguvík afhentu undirskriftir 2700 íbúa Reykjanesbæjar

Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík afhentu bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ undirskriftalista 2700 íbúa Reykjanesbæjar í dag, en þeir sem rituðu nöfn sín á listann krefjast íbúafundar þar sem kosið verður um starfsemi verksmiðjunnar. Það er krafa þeirra sem standa að söfnuninni að niðurstaða slíkrar kosningar yrði bindandi.

Það var Friðjón Einarsson sem tók við listanum fyrir hönd Reykjanesbæjar, en tekið er fram í tilkynningu á Facebook-síðu ASH að allir þeir sem rituðu nafn sitt á listann haldi lögheimili í Reykjanesbæ.