sudurnes.net
Andstæðingar stóriðju í Helguvík afhentu undirskriftir 2700 íbúa Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík afhentu bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ undirskriftalista 2700 íbúa Reykjanesbæjar í dag, en þeir sem rituðu nöfn sín á listann krefjast íbúafundar þar sem kosið verður um starfsemi verksmiðjunnar. Það er krafa þeirra sem standa að söfnuninni að niðurstaða slíkrar kosningar yrði bindandi. Það var Friðjón Einarsson sem tók við listanum fyrir hönd Reykjanesbæjar, en tekið er fram í tilkynningu á Facebook-síðu ASH að allir þeir sem rituðu nafn sitt á listann haldi lögheimili í Reykjanesbæ. Meira frá SuðurnesjumLífeyrissjóðir hætta við þátttöku á íbúafundi um stóriðjuTelja sterkar vísbendingar um að starfsleyfi USi hafi verið gefið út á röngum forsendumVilja afdráttarlaus svör frá bæjarfulltrúum varðandi kísilverÍbúafundur vegna United Silicon – Ekki fjárfestar kynna starfsemi sínaNýr vefur Ljósanætur tekinn í notkunLeggur til að sveitarfélögin á Suðurnesjum skipuleggi svæði fyrir SamviskugarðaSkemmdarverk unnin á nokkrum bílum – Biðla til foreldra að ræða við börn sínHægt að skila inn athugasemdum vegna kísilvers til miðnættis – Safna undirskriftum til áramótaÍbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjarAndstæðingar stóriðju í Helguvík ráða lögmann – Vilja að starfsleyfi Stakksbergs verði afturkallað