Nýjast á Local Suðurnes

Fiskvinnslufyrirtæki í Garði tengist farsakenndu fjársvikamáli

Frá fiskvinnslu Nesfisks

Um­fangs­mikið fjársvikamál sem teyg­ir anga sína meðal ann­ars til Suður-Kór­eu, Hong Kong og Ítal­íu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ótil­greind­ur aðili komst yfir um 50 milljónir króna með fjár­svik­um í tengsl­um við viðskipti fé­lag­anna Daesung Food One Co Ltd í Suður Kór­eu og Nes­fisks hf. í Garði.

Heild­ar­upp­hæðin sem til rann­sókn­ar var í mál­inu nam, eins og áður segir um fimm­tíu millj­ón­um króna sem send­ar voru hingað til lands í tveim­ur milli­færsl­um, sú fyrri upp á rúm­ar 30 millj­ón­ir og síðari upp rúm­ar 20 millj­ón­ir.

Fyr­ir dómi kom fram að ein­hver óviðkom­andi hefði kom­ist inn í tölvu­póst­sam­skipti á milli fyr­ir­tækj­anna tveggja og jafn­framt yfir ban­ka­upp­lýs­ing­ar. Málið er afar farsakennt og flókið, en ítarlega er fjallað um málið á vef mbl.is.