Fiskvinnslufyrirtæki í Garði tengist farsakenndu fjársvikamáli
Umfangsmikið fjársvikamál sem teygir anga sína meðal annars til Suður-Kóreu, Hong Kong og Ítalíu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ótilgreindur aðili komst yfir um 50 milljónir króna með fjársvikum í tengslum við viðskipti félaganna Daesung Food One Co Ltd í Suður Kóreu og Nesfisks hf. í Garði.
Heildarupphæðin sem til rannsóknar var í málinu nam, eins og áður segir um fimmtíu milljónum króna sem sendar voru hingað til lands í tveimur millifærslum, sú fyrri upp á rúmar 30 milljónir og síðari upp rúmar 20 milljónir.
Fyrir dómi kom fram að einhver óviðkomandi hefði komist inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna tveggja og jafnframt yfir bankaupplýsingar. Málið er afar farsakennt og flókið, en ítarlega er fjallað um málið á vef mbl.is.