Nýjast á Local Suðurnes

Ósáttir við samkeppni frá Iceland: “Okkar aðal fjáröflun sem við nýtum í að styrkja góð málefni”

Forsvarsmenn Kiwanisklúbbsins Keilis eru ósáttir við þá ákvörðun verslunarkeðjunnar Iceland að standa að sölu jólatrjáa í verslun sinni við Hafnargötu. Sala jólatrjáa hefur verið aðal fjáröflun Kiwanisklúbbsins Keilis undanfarna áratugi, en öll vinna við sölu trjánna er unnin í sjálfboðavinnu og rennur afrakstur sölunnar í að styrkja góð málefni.

Erlingur Hannesson hjá Kiwanisklúbbnum Keili sagði í samtali við Suðurnes.net að stóru aðilarnir á verslunarmarkaði hafi hingað til sýnt því skilning að um aðal fjáröflun félagsins væri að ræða og ekki boðið upp á þessa vöru í verslunum sínum á Suðurnesjum, þessi ákvörðun Iceland væru því vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að markaðurinn sé ekki stór.

“Það eru mikil vonbrigði að þetta stórir aðilar ákveði að fara í samkeppni við góðgerðarfélag.” Sagði Erlingur. “Sérsaklega í ljósi þess að þetta er okkar aðal fjáröflun sem við nýtum í að styrkja góð málefni. Þá er þetta ekki það stór markaður að það sé pláss fyrir marga aðila.” Sagði Erlingur í spjalli við Suðurnes.net.