Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurstúlkur áfram í bikarnum

Keflavíkurstúlkur eru komnar áfram í Geysisbikarnum eftir sigur á grönnum sínum úr Njarðvík í 16-liða úrslitum.

Njarðvíkurstúlkur hófu leikinn af miklum krafti og héldu sannkallaða þriggja stiga sýningu í fyrsta leikhluta, en 7 af 10 fyrstu þristum liðsins rötuðu niður og staðan 23-23 að loknum fyrsta leikhluta.

Í öðrum leikhluta dró í sundur með liðunum og Keflvíkingar tóku völdin á vellinum. Staðan í hálfleik var 31 – 50 og lokatölur 59 – 88.

Mynd: Facebook / Kkd Njarðvíkur