Nýjast á Local Suðurnes

Öruggur sigur hjá Keflavík á heimavelli

Kefla­vík vann ör­ugg­an sig­ur á Sel­fossi, 3-0 en leikið var á Nettóvellinum í Keflavík. Magnús Þórir Matth­ías­son kom Kefla­vík yfir á 16. mín­útu og Sig­ur­berg­ur Elís­son tvö­faldaði for­ystu heima­manna þrem­ur mín­út­um síðar. Jón­as Guðni Sæv­ars­son kór­ónaði sig­ur Kefl­vík­inga á 59. mín­útu, öruggur 3-0 sig­ur Kefl­vík­inga í höfn, en þeir gerðu jafn­tefli gegn HK í fyrstu um­ferðinni og eru því með 4 stig.