Nýjast á Local Suðurnes

Enn bætist í hópinn á Keflavíkurflugvelli – Czech Airlines flýgur til Prag

Prag hefur um árabil verið ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu. Flogið verður á Airbus 319 vélum sem rúma 144 farþega, talsmenn Czech Airlines gátu þó ekki gefið upp verð á flugmiðum þegar eftir því var leitað en sögðu þó að mikill áhugi væri á þessari flugleið.

Vefsíðan túristi.is greinir frá því að Czech Airlines, stærsta flugfélag Tékklands, áætli að bæta við Íslandi sem áfangastað næsta sumar. Fyrsta ferðin verður farin 16.júní næsta sumar og ráðgerir félagið að fljúga tvisvar í viku milli Prag og Keflavíkur.