Nýjast á Local Suðurnes

Nóg um að vera hjá Björgunarsveitinni Suðurnes

Það má með sanni segja að um þessa helgi sé nóg um að vera hjá Björgunarsveitinni Suðurnes. Átta félagar frá sveitinni tekið þátt í leitinni af Herði Björnssyni á höfuðbogarsvæðinu en einn hópur hefur verið við leit m.a í hellum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir aðgerðarstjórnendur taka einnig þátt í skipulagningu á leitinni.

Í húsi sveitarinnar og höfnum sveitarfélagsins er svo í gangi 8 daga námskeið í köfun sem byggist upp á að þjálfa kafara sveitarinnar í leitar og björgunarköfun. Einnig er verið að þjálfa svokallaða yfirborðsmenn sem sjá um samskipti við kafara þegar að hann er við köfun en þau samskipti fara fram í gegnum línu sem tengd er við kafarann.