Nýjast á Local Suðurnes

Til stóð að loka kísilveri United Silicon

Myndin tengist fréttinni ekki beint

For­svars­mönn­um United Silicon var tilkynnt bréflega, af Umhverfisstofnun, á miðviku­dag­inn fyr­ir páska að ekki yrði hjá því kom­ist að loka kís­il­ver­inu vegna þess að frá því streymdi fjöldi efna sem gætu haft lang­tíma­áhrif á heilsu­far fólks. Greint er frá þessu í Frétta­blaðinu í dag.

Eld­ur kom upp í kís­il­veri United Silcon aðfaranótt þriðju­dags og ligg­ur fram­leiðsla nú niðri, en ekki ligg­ur fyr­ir hversu lengi sú stöðvun mun vara.

Mbl.is greinir frá því að vegna brun­ans þurfti að fresta komu norskra sér­fræðinga í kís­il­verið um einn dag en þeir hyggj­ast rann­saka starf­sem­ina og reyna að finna út úr því hvernig hægt er að koma í veg fyr­ir lykt­ar­meng­un sem leggst yfir ná­grennið þegar kveikt er á brennslu­ofn­un­um.