Nýjast á Local Suðurnes

Greiða 200 milljónir króna í laun og rafmagn á mánuði

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Arion banki hefur greitt í kringum 200 milljóna króna launa- og rafmagnskostnað í hverjum mánuði frá því að kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík fékk heimild til greiðslustöðvunar um miðjan ágúst síðastliðinn, en reiknað er með að heildarkostnaður bankans nemi um 600 milljónum króna á greiðslustöðvunartímabilinu, sem líkur þann 4. desember næstkomandi.

Arion banki telur að leggja þurfi til „verulega fjármuni“ til að fullklára verksmiðjuna en samkvæmt heimildum Markaðarins hleypur sú upphæð á milljörðum króna.

Ekki er útilokað að United Silicon verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar þegar greiðslustöðvunartímabili félagsins lýkur.