Nýjast á Local Suðurnes

Rekstrarniðurstða Reykjanesbæjar mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

Rekstrarniðurstaða Reykjanesbæjar fyrir árið 2015, eftir afskriftir og fjármagnsliði, nam 455,4 milljónum króna. Niðurstaðn er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en áætlað var að hallinn yrði 507 milljónir.

Heildareignir bæjarins eru rúmir 50 milljarðar króna. Þar af eru 43,6 milljarðar skuldir og 6,4 milljarðar eigið fé. Það gefur eiginfjárhlutfall upp á tæp 13%. Samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins námu rekstrartekjur um 17,5 milljörðum króna, samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir a- og b-hluta. Laun og launatengd gjöld námu þá tæplega 6 milljörðum króna. Um 939 manns starfa hjá sveitarfélaginu.

Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins.