Fellibylur stefnir á Florida – Icelandair biður farþega að fylgjast með tilkynningum
Fellibylurinn Irma, hefur tekið stefnuna á Bandaríkin og mun mögulega skella á Florida á morgun. Fellibylurinn hefur nú þegar náð fimmta stigi og er flokkaður sem afar hættulegur.
Vegna þessa hefur Icelandair hvatt farþega á sínum vegum til þess að fylgjast vel með tilkynningum um flug á vef sínum, en það má gera með því að smella hér.