Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamaður býður Bolvíkingum öruggan leigurétt – Hefur fjárfest fyrir um 100 milljónir króna

Mynd: Bolungarvík - Wikipedia

Suðurnesjamaðurinn G. Hans Þórðarsson hefur vakið athygli í Bolungavík fyrir framtakssemi, en hann keypti verslunar- og skrifstofuhúsnæði Einars Guðfinnssonar hf. við Aðalstræti og hefur unnið að því undanfarin misseri að breyta skrifstofuhúsnæðinu í íbúðarhúsnæði.

Greint er frá málinu á vef BB.is, en þar er rætt við G. Hans, sem segist ekki að hugsa um skjótfenginn gróða heldur frekar leigja á því verði sem leigumarkaðurinn fyrir vestan ber og geta boðið leigjendum öruggan leigurétt. Í umfjöllun BB.is er einnig haft eftir G. Hans að fjárfesting hans í sveitarfélaginu sé að nálgast 100 milljónir króna.