Nýjast á Local Suðurnes

Missti framan af fingri í roðflettivél

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um starfsmann í fiskvinslufyrirtækisins KEF Seafood í Njarðvík sem lenti með aðra höndina í roðflettivél með þeim afleiðingum af framhluti vísifingurs skarst af. Starfsmaðurinn hafði verið að þrífa vélina þegar óhappið varð.

Viðkomandi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi og lögregla tilkynnti málið til Vinnueftirlitsins.