Nýjast á Local Suðurnes

Skoraði þrennu á sjö mínútum

Keflavíkurstúlkur mættu grimmar til leiks í síðari hálfleik gegn liði HK/Víkings í Faxaflóamótinu í knattspyrnu í gær. Liðið var tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn, en landaði að lokum 2-5 sigri eftir frábærann síðari hálfleik.

Natasha Moraa Anasi minnkaði muninn áður en Sveindís Jane Jónsdóttir vaknaði til lífsins og gerði þrennu á sjö mínútna kafla, staðan orðin 2-4. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir innsiglaði sigurinn á 80. mínútu og er Keflavík með sex stig eftir þrjár umferðir.