Nýjast á Local Suðurnes

Neytendastofa sektar bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli

Neyt­enda­stofa hef­ur lagt 250.000 kr. stjórn­valds­sekt á Base Capital ehf. vegna Base Park­ing, fyr­ir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar þar sem stofn­un­in bannaði fyrirtækinu meðal annars að birta full­yrðing­ar um ódýr­ustu bíla­stæðin.

Neyt­enda­stofa taldi þörf á að leggja stjórn­valds­sekt á Base Capital ehf. þar sem sýnt var fram á að fé­lagið hafi brotið gegn fyrri ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar, sem snéri að aug­lýs­ing­um Base Park­ing um ódýr­asta daggjaldið og 58% ódýr­ara daggjald.

Þá komst stofn­un­in einnig að þeirri niður­stöðu að full­yrðing fyr­ir­tæk­is­ins um fría „valet“-þjón­ustu í verðskrá á vefsíðunni basep­ark­ing.is, væri vill­andi og bryti gegn lög­um um viðskipta­hætti og markaðssetn­ingu og reglu­gerð um viðskipta­hætti sem telj­ast und­ir öll­um kring­um­stæðum órétt­mæt­ir.