Nýjast á Local Suðurnes

Þurfa að veita Base Parking upplýsingar um kostnað við bílastæði

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia þurfi að veita Base Parking aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæða við flugvöllinn undanfarin þrjú ár. Á meðal þeirra upplýsinga sem Isavia þarf að gefa upp er hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæðanna undanfarin þrjú ár og hversu mikið fjármagn Isavia hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðustu þrjú ár.

Isavia mun einnig þurfa að veita Samgöngufélaginu aðgang að skjölum með upplýsingum um tekjur af bílastæðum fyrir árin 2014 til 2016, sundurliðað eftir mánuðum.