Nýjast á Local Suðurnes

Páll Jónsson GK 7 fær nafn og siglir brátt til Grindavíkur

Nýju skipi Vísis í Grindavík, Páli Jónssyni GK 7, verður silgt í heimahöfn um miðjan desember. Skipið var nefnt við formlega athöfn í Gdansk um helgina að viðstöddum eigendum fyrirtækisins.

Fram kemur á vef Vísis að skipið muni styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hráefni. Um er að ræða fyrstu nýsmíði af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis. Fram kemur á Facebook síðu Vísis hf að við fyrstu sýn séu eigendur ánægðir með hvernig tókst til. Skipið er nefnt eftir föður Páls Hreins Pálsonar, aðalstofnanda Vísis.