Nýjast á Local Suðurnes

Óhagnaðardrifið leigufélag vill byggja 108 íbúðir í Innri-Njarðvík

Innri - Njarðvík

Íbúðasamvinnufélag Suðurnesja hefur sótt um lóð til að skipuleggja fyrir um 108 íbúðir í lágreistri byggð til útleigu hjá óhagnaðardrifnu félagi. Félagið óskaði eftir lóð undir íbúðirnar Innri-Njarðvík, stutt frá nýjum Stapaskóla.

Félagið óskaði jafnframt eftir niðurfellingu eða fresti á greiðslu gatnagerðargjalda í samræmi við lög.

Óhagnaðardrifin íbúðafélög eru velkomin viðbót í húsbyggjenda flóruna, segir í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, en endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Félagið var stofnað undir lok árs 2017 og er tilgangur þess að bjóða félagsmönnum leigu á ódýrari íbúðum en gengur og gerist á almennum markaði.