Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á rúntinum með kannabis í kaffimáli

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur var með kannabisefni í kaffimáli í bílnum. Sýnatökur á lögreglustöð gáfu til kynna að hann hefði neytt kannabisefna.

Þá hafa allmargir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 130 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Lögregla var enn fremur með eftirlit með notkun ökuljósa og voru höfð afskipti af tólf ökumönnum sem voru áminntir um að hafa kveikt á ökuljósum bifreiða sinna.