Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta í grennd við Helguvík – Tveir sluppu ómeiddir

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ökumaður varð fyrir því óláni að velta bíl sínum í grennd við Helguvík á dögunum. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru tveir í bílnum og sluppu þeir án alvarlegra meiðsla.

Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 136 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Auk bílveltunnar og hraðakstursbrotanna voru höfð afskipti af fáeinum vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum vímuefna.