Halldóra aðstoðar Kjartan Má
Halldóra G. Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarmanns bæjarstjóra Reykjanesbæjar og mun hún hefja störf í byrjun september. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.
Halla lauk B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003 og meistaranámi í forystu og stjórnun, með áherslu á verkefnastjórnun, frá Háskólanum á Bifröst árið 2019.
Síðastliðin 8 ár hefur hún starfað sem sérfræðingur í Markaðs- og samskiptadeild Landsbankans en starfaði áður hjá Landsbankanum og Sparisjóðnum í Keflavík.