Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar kynntu sér hugmyndafræðina á bakvið ungmennaráð

Fulltrúar úr nýju ungmennaráði Grindavíkurbæjar ásamt sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs tóku þátt í ráðstefnunni Skipta raddir ungs fólks máli, síðasta fimmtudag á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan var hugsuð fyrir þá sem standa að baki ungmennaráðum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka auk fulltrúa ungmennaráðanna sjálfra.

Ráðstefnan var afar fróðleg og skemmtileg. Skoðuð var hugmyndafræðin á bakvið ungmennaráð, kynnt til leiks verkfæri sem ungmennaráð geta nýtt í starfi sínu ásamt því að ungmennaráð sem hafa náð góðum árangri með að virkja ungt fólk til þátttöku og áhrifa munu kynna störf sín. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar og þar má lesa meira um ráðstefnuna.