Nýjast á Local Suðurnes

Besta viðskiptahugmyndin fær allt að eina milljón króna

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja leita eftir góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs á Suðurnesjum.

Allir geta sótt um þátttöku í verkefninu en besta viðskiptahugmyndin fær allt að eina milljón króna í verðlaun.

Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um áætlanagerð, vöruþróun og frumgerðasmíð. Verkefnið hefst í september og skila þátttakendur viðskiptaáætlun um verkefni sín í desember.

Umsóknarfrestur er til og með 23. september. Umsóknarform og frekari upplýsingar eru á nmi.is/raesing