Nýjast á Local Suðurnes

Stór trébátur brann í Vogum

Stór trébátur brann og sökk í kjölfarið í höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Ekki var talin hætta á ferðum.

Einhverjar skemmdir urðu á bryggjukanti og líkur eru á að einhver olía hafi lekið úr bátnum að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Greint er frá þessu á Vísi.is.