Nýjast á Local Suðurnes

Fékk sér lúr undir stýri með landaflöskuna í fanginu

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem svaf ölvunarsvefni undir stýri í bifreið sinni. Í farþegasæti við hlið hans fundu lögreglumenn tveggja lítra gosflösku með landa en lítið var eftir í henni. Viðkomandi var færður á lögreglustöð þar sem sýnatökur bentu til þess að hann hefði neytt kannabisefnis.

Þá voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Tveir þeirra reyndust sviptir ökuréttindum ævilangt. Annar þeirra, kona á fertugsaldri, reyndi að villa á sér heimildir með því að gefa upp kennitölu og nafn annars einstaklings en viðurkenndi svo á endanum að þær upplýsingar tilheyrðu systur hennar.