Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar kunna á tippið

Fjór­ir spil­ar­ar voru með 13 rétta í Get­raun­um í dag á Enska get­rauna­seðlin­um sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Íslenskri get­spá. Einn þeirra var hóp­ur frá Grinda­vík sem fékk 13 rétta.

„Síðustu tvær vik­ur fékk hús­kerfið í Grinda­vík 13 rétta þannig að Grind­vík­ing­ar hafa fengið 13 rétta á Enska get­rauna­seðlin­um þrjár helg­ar í röð og hef­ur tippið því verið gjöf­ult í Grinda­vík und­an­farn­ar vik­ur. Einn vinn­ings­hafi styður Golf­klúbb Ólafs­fjarðar og tveir vinn­ings­haf­ar keyptu sína get­rauna­seðla á 1X2.is. Vinn­ings­upp­hæðin fyr­ir 13 rétta að þessu sinni eru rúm­ar 600 þúsund krón­ur,“ seg­ir í tilkynningu á vef Íslenskrar getspár.