Nýjast á Local Suðurnes

“Er klár í slaginn á ný” – Sverrir Þór tekur við Keflavík

Sverrir Þór gerði Njarðvíkurstúlkur að Íslands- og bikarmeisturum

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur náð samkomulagi við Sverri Þór Sverrisson fyrrum þjálfara Grindavíkur og kvennaliðs Njarðvíkur um að stýra liðinu út leiktíðina. Sverrir er reyndur þjálfari og hefur meðal annars gert kvennalið Njarðvíkur að Íslands- og bikarmeisturum auk þess sem hann vann tvo meistaratitla með karlaliði Grindvíkinga.

Sverrir sagðist í samtali við Local Suðurnes hafa heyrt í Keflvíkingum seint í gærkvöldi og í kjölfarið ákveðið að taka við liðinu:

“Ég er búinn að vera í fríi í 8 mánuði og er klár í slaginn aftur og hlakka til að taka við þessu unga og efnilega liði.” Sagði Sverrir.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Margéti Sturlausdóttur sagt upp störfum á dögunum og sagði Sverrir að það væri aldrei gaman að taka við liði undir undir slíkum kringumstæðum:

“Það er aldrei gaman að taka við liði undir svona kringumstæðum en það þarf einhver að taka við þessu og ég ætla mèr að taka slaginn með Keflavík” Sagði Sverrir.

Sverrir gekk frá félagskiptum yfir í Njarðvík seint á síðasta ári og leikur með B-liði félagsins í annari deildinni. Liðið er auk þess komið í 8 liða úrslit Powerade-bikarsins og leikur gegn Keflavík á mánudaginn – Hvernig leggst sá leikur í Sverri?

“Sá leikur leggst bara vel í mig – Við tökum þá klárlega.” Sagði Sverrir í léttum tón.