Nýjast á Local Suðurnes

Einn vinsælasti veitingastaður Suðurnesja falur á 390 milljónir

Einn vinsælasti veitingastaður Suðurnesja, Kaffi Duus, hefur verið auglýstur til sölu. Auk veitingastaðarins er hótelrekstur í sama húsnæði til sölu, en samtals hljóðar verðmiðinn upp á 390 milljónir króna, samkvæmt auglýsingu á fasteignavef Vísis.

Um er að ræða fasteign, rekstur, tækjakost og allt innbú Hótel Duus og Kaffi Duus. Húsið var upphaflega byggt 1997 en hótelrýmið var tekið í notkun 2019, segir í auglýsingu.

Þá segir að um sé að ræða spennandi rekstur í ört vaxandi fjölgun ferðamanna, frábært tækifæri til uppbyggingar í aðeins 5 mínútna fjarðlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Hótelið er sem stendur 14 herbergja en búið er að teikna drög að 14 herbergja stækkun, segir í auglýsingunni.