Líklegt að grímuskylda verði í strætó í Reykjanesbæ
Frá og með hádegi á morgun föstudag verður tekin upp grímuskylda í völdum almenningssamgöngum, þar á meðal í strætó á höfuðborgarsvæðinu, innanlandsflugi og um borð í ferjum. Á upplýsingafundi Almannavarna, Landlæknis og stjórnvalda kom fram að gripið sé til þessa ráðs nú, en ekki í vor þegar staðfest smit í samfélaginu voru fleiri, að uppi séu nú aðrar aðstæður en þá.
Líklegt er að grímuskylda verði tekin upp hjá Strætó í Reykjanesbæ, en að sögn framkvæmdastjóra Bus4u, sem sér um reksturinn fyrir hönd Reykjanesbæjar, er málið til skoðunar hjá fyrirtækinu.