Nýjast á Local Suðurnes

Nýr miðbær verði á Akademíureit

Undirbúningur á uppbyggingu nýs miðbæjarkjarna í Reykjanesbæ mun hefjist á næsta ári, en kjarnanum hefur verið valinn staður á svokölluðum Akademíureit, við Krossmóa.

Akademíureiturinn er land í eigu íslenska ríkisins og skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undir samkomulag á milli ríkis og Reykjanesbæjar vegna uppbyggingar á svæðinu á dögunum. Aðilar munu þannig koma sér saman um að vinna að frekari þróun og þéttingu byggðar á reitnum.

Stefnt er að því að auka byggingarmagn reitsins úr 20.000 m² í 54.600 m² og er áformað að 20% af því byggingarmagni verði undir íbúðabyggð, eða um 120 íbúðir, 43.600 m² er svo áætlað undir verslun og þjónustu, samkvæmt frétt á vef vf.is. Fram kom í spjalli Halldóru Fríðu við blaðamann vf.is að um sé að ræða þróunarverkefni það er að segja Reykjanesbær mun sjá um skipulagsvinnu, en að henni lokinni er gert ráð fyrir að bjóða reitinn út til þróunaraðila til uppbyggingar.

Myndir: Kortasjá Reykjanesbæjar og já.is