Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup og Heimkaup sameinast

Verslun Nettó við Krossmóa

Samkaup og Heimkaup hafa skrifað undir samkomulag um sameiningu félaganna, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafund beggja félaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SKEL hf.

Með sameiningunni verða verslanir undir merkjum 10-11, Prís, Extra auk þriggja þægindaverslana sem reknar eru á þjónustustöðvum Orkunnar, falla undir rekstur Samkaupa. Orkan, Lyfjaval og Löður, sem eru í eigu Skeljar falla ekki undir sameininguna.

SKEL fjárfestingafélag hf. og Samkaup höfðu átt í viðræðum um sameiningu en þeím viðræðunum var slitið í lok október. Viðræður um sameiningu rekstrareininga á matvælamarkaði hófust í kjölfarið en talið er að umtalsverð samlegð geti verið í rekstri fyrirækjanna.

Hluthafar Heimkaupa fá greitt, eftir sameiningu, með hlutafé í Samkaupum og eignast rúmlega 10% hlutafjár í Samkaupum.

Gert er ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað, segir í tilkynningu.