Nýjast á Local Suðurnes

Appelsínugul veðurviðvörun

Veðurstofa hefur uppfært veðurviðvörun fyrir Suðurnesjasvæðið í appelsínugula viðvörun og beinir lögregla þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni og hringja í 112 þurfi fólk á aðstoð að halda.

Á vef veðurstofunnar segir að vindur verði Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni.

Þá kemur fram á vef Vegagerðarinnar að flughált sé vestast á Reykjanesinu og á Suðurstrandavegi milli Selvoga og Þorlákshafnar.