Spá miklu hvassviðri – Slæmt skyggni og akstursskilyrði í dag
Spámenn veðurstofunnar búast við að veður verði einna verst á Reykjanesi í dag, en búast má við að vindhraði verði allt að 25 m/s og 40 m/s í hviðum. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi frá klukkan níu.
“Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Að sögn veðurfræðings.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum.