Nýjast á Local Suðurnes

Starfsfólk skólanna að vinna ótrúlega vinnu

Starfsfólk Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar átti góðan fund með skólastjórnendum grunnskóla Reykjanesbæjar í gær og að mati fræðsluskrifstofu eru þeir ásamt kennurum og öðru starfsfólki að gera ótrúlega hluti úti í skólunum.

Kennsla hefur verið með óvenjulegu sniði í skólum á Suðurnesjum undanfarnar vikur og líkur eru á að svo verði áfram. Landlæknisembættið og sóttvarnalæknir hafa hvatt foreldra til að senda börn sín áfram í skóla.

Stefnt er á að taka samskonar fund með skólastjórnendum leikskóla síðar í vikunni.

Þetta kom fram á fundi neyðarstjórnar Reykjanesbæjar í gær, þar kom einnig fram að er að aukið verði við fjarkennslu í Tónlistarskólanum. Vinna við þetta er þegar hafin að einhverju leyti og hefur gengið mjög vel.