Nýjast á Local Suðurnes

Áhugi á að setja upp æfingasvæði fyrir motorcross í Garði

Ríflega þrjátíu manns sóttu opinn fund um innanbæjarakstur ungmenna á motorcrosshjólum sem fram fór í félagsmiðstöð bæjarfélagsins í lok ágúst, en nokkuð hefur verið kvartað yfir slíkum akstri í sumar.

Ungmennin sjálf og foreldrar þeirra mættu öll ásamt fulltrúum frá lögreglu, AÍFS (Akstursíþróttafélagi Suðurnesja), Sveitarfélaginu Garði ásamt íslandsmeistarahafa í mótorcross. Farið var yfir ýmis mál tengd þeirri keppnisíþrótt sem mótorcross akstur er. Skráningar, æfingaaðstöðu, ökuréttindi og annað.

Niðurstöður fundarins voru helstar að áhugamenn um motorcross íþróttina og foreldrar ætla að funda í framhaldinu og koma skipulagi á ástundun íþróttarinnar og funda síðar með umhverfisstjórum Garðs og Sandgerðis um framtíðar æfingasvæði fyrir slíka iðkun.